Getum gert betur hér heima

Við Íslendingar getum lært af almenningi sunnar í álfunni. Þarna standa menn saman um prinsip atriðin og mótmæla af hörku og samstöðu og fjölmenna á götum úti.

Það er algerlega til skammar hversu fáir mótmæla á götum úti hér á landi. Kannski er það kuldinn? Hvað um það við eigum að geta gert betur.


mbl.is Grískt athafnalíf lamað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Í Grikklandi er það verkalýðs- og stéttarfélögin sem sem sinna skyldu sinni og skipuleggja samstöðu með verkfalli og aðgerðum á götum úti. Hér á Íslandi hreyrist ekki múkk frá neinu stéttarfélagi eða neinni verkalýðsforystu. Hvað er það sem múlbindur þá? Spila þeir kannski í allt öðru liði? Ekki með fólkinu í landinu, það er ljóst.

Það er skylda hvers manns að rísa upp gegn kúgun. John Kay breskur hagfræðingur velur að nota tíma sinn í skrif til varnar okkur íslendingum, hafi hann þökk fyrir. Það er óskandi að fleiri íslendingar velji að nota tíma sinn í að sýna samstöðu með sjálfum sér og þjóðinni.

Við sem mætum á laugardögum kl. 15. á Austurvöll c.a 400-800 manns undrumst öll hvern laugardag yfir því sama: HVAR ER ALLT FÓLKIÐ Á ÍSLANDI?!!!!!!!

og vað er fólk að hugsa?!! Mætum nú ÖLL, þúsundir á laugardaginn og sínum samstöðu.

Anna Björg Hjartardóttir (IP-tala skráð) 24.2.2010 kl. 08:51

2 identicon

Málið með laugardagsmótmælin er að þau höfða ekki til fleiri en þessara 400-800 manns sem mæta. Ég til dæmis veit allt um það hversu vondir bankarnir eru og hversu vont yfirvaldið er að styrkja alltaf bankana og ég persónulega nenni ekki að mæta á Austurvöll í skítakulda til þess að heyra það sem ég vissi löngu fyrir hrun.

Það að þær aðgerðir sem að Nýja Ísland hefur boðað til feli ekki í sér neinar lífstílsbreytingar fyrir mig segir dálítið mikið til um róttækni þeirra aðgerða. Ég hef ekkert lán til að hætta að borga af, ekkert greiðslukort til að loka eða debitkort til að hætta að nota. Og persónulega finnst ég ég vera að gera miklu meira með því að borða hjá food not bombs heldur en að mæta á Austurvöll.

Ég er ekki að segja að laugardagsfundirnir séu slæmir heldur bara að þeir eru of máttlitlir og einhæfir. Ef að það verður haldinn mótmælafundur þar sem krafist verður afsagnar verkalýðshreyfingarinnar, lýst yfir vanhæfni stúdentahreyfingarinnar eða þar sem að yfirvöld innan fyrirtækja verða skotmörk þá skal ég glaður mæta hvernig sem viðrar. En á meðan „aðgerða stjórnvalda“ er krafist án þess að útskýra það nánar og kapítalísk útfærsla bankakerfisins er gagnrýnd en ekki bankakerfið sem slíkt, þá nenni ég ekki að mæta.

Í stuttu máli. Andspyrnan verður að vera fjölbreyttari, á fleiri stigum og snúast gegn fleiri þáttum en núna er gert til þess að hún höfði til fleiri en nokkur hundruðu íslendinga

Rúnar Berg Baugsson (IP-tala skráð) 24.2.2010 kl. 12:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband